Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 05. september 2019 11:46
Elvar Geir Magnússon
Ákveðið í samvinnu við KR að Finnur yrði ekki með
Finnur Tómas Pálmason.
Finnur Tómas Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U21-landsliðið er að hefja nýja undankeppni fyrir EM með tveimur heimaleikjum; gegn Lúxemborg klukkan 17 á morgun föstudag og svo gegn Armeníu á mánudag. Báðir leikir verða á Víkingsvelli.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins, opinberaði í gær 20 manna lokahóp fyrir leikina tvo en 26 voru í upphaflega æfingahópnum.

Arnar segir að það hafi verið erfitt að skera niður.

„Það var ekki skemmtilegt. Ég og Eiður Smári höfum verið að fylgjast með þessum strákum í allt sumar. Við höfum verið að kíkja á mikið af leikjum og það er jákvætt í íslensku deildunum að margir ungir leikmenn hafa verið að spila mjög vel," segir Arnar.

„Það var ekki mjög skemmtilegt að þurfa að skera hópinn niður. Einhverjir voru með smá meiðsli."

Birkir Valur Jónsson í HK og Finnur Tómas Pálmason í KR eru að glíma við meiðsli og eru því ekki í lokahópnum.

„Birkir Valur tognaði lítillega í leiknum gegn Víkingum og Finnur Tómas hefur verið að ströggla aðeins með ökklann á sér. Hann var ekki 100% og í samvinnu við Rúnar (Kristinsson, þjálfara KR) var ákveðið að vera ekki að þjösnast á honum í þessu," segir Arnar Þór Viðarsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner