Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 05. september 2019 17:30
Magnús Már Einarsson
Alexander Helga framlengir við Þrótt Vogum
Mynd: Þróttur Vogum
Alexander Helgason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Þrótt Vogum.

Alexander er miðjumaður sem kom til Þróttar frá Njarðvík í júlí síðastliðnum en hann spilaði áður með Haukum. Í sumar hefur Alexander skorað sex mörk í níu leikjum með Þrótti.

Þróttur er í 5. sæti í 2. deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir en í dag tilkynnti félagið að Úlfur Blandon verði ekki áfram þjálfari þar sem hann er á leið í nám.

Leit að nýjum þjálfara er hafin að sögn Marteinn Ægissonar framkvæmdastjóra Þróttar.

„Alexander Helgason hefur verið einn af okkar betri leikmönnum í sumar og hefur heldur betur stimplað sig inn í hjörtu okkar stuðningsmanna," sagði Marteinn.

„Það er mikilvægt að félagið haldi sínum bestu mönnum og fái þjálfara til að byggja ofan á það sem hefur verið gert hér undanfarin árin."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner