Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. september 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Bendtner æðið rosalegt - Áhorfendir bannaðir í fyrsta leik
Nicklas Bendtner.
Nicklas Bendtner.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Félagaskipti Nicklas Bendtner til FC Kaupmannahafnar hafa vakið mikla athygli. Bendtner samdi við FC Kaupmannahöfn á mánudaginn og í gær voru allar treyjur félagsins uppseldar.

Bendtner hefur ekki spilað síðan 28. apríl og er ekki í góðu leikformi. Hann mun því spila með varaliði FC Kaupmannahafnar gegn erkifjendunum í Bröndby á þriðjudaginn. Ákveðið hefur verið að leika þannig leik fyrir luktum dyrum af öryggisástæðum.

„Leikurinn er gegn Bröndby og þá er þetta stríð. Við verðum að loka á áhorfendur, annað er ekki mögulegt," sagði Stale Solbakken þjálfari FCK.

„Það hefðu komið stuðningsmenn frá báðum félögum sem hefði orðið til þess að við hefðum verið með 3-4000 áhorfendur á varaliðsleik. Við getum ekki tekið á móti þeim. Æfingasvæðið okkar hefði sprungið."

„Ég held að markaðsdeildin hafi aldrei upplifað neitt annað eins. Þetta er frekar óraunverulegt. Ég held að þú verðir að fara aftur til Preben Elkjær á níunda áratugnum til að finna einhvern sem er jafn vinsæll."

Athugasemdir
banner
banner
banner