Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. september 2019 18:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið kvöldsins: Brandur og Gunnar byrja - De Gea á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Nú klukkan 18:45 fara framl átta leikir í undankeppni fyrir EM 2020.

Leikið er í riðlum D, F, G og J. Rétt áðan sigruðu Ítalir lið Armena í Armeníu.

Riðill D
Írland tekur á móti Sviss og Gíbraltar tekur á móti Danmörku í leikjum kvöldsins í D-riðli.

Írar eru í toppsæti riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki. Danmörk er í öðru sæti með 5 stig eftir þrjá leiki og Sviss er í þriðja sæti með 4 stig eftir aðeins tvo leiki vegna þáttöku liðsins í Þjóðadeildinni í sumar.

Byrjunarlið Danmerkur:
Schmeichel, Wass, Kjær(C), Christensen, Larsen, Hojbjerg, Skov, Delaney, Eriksen, Poulsen, Gytkjaer.

Riðill G
Einn leikur fer fram í G-riðli í kvöld. Ísrael tekur á móti Norður-Makedóníu. Ísrael er með sjö stig í 2. sæti riðilsins og Norður-Makedónía er með fjögur stig í 5. sæti.

Riðill F
Þrír leikir fara fram í riðli F í kvöld. Rúmenía tekur á móti Spánverjum, Noregur fær Möltu í heimsókn og Færeyingar fá Svía í sjónvarpsleik kvöldsins (í beinni á Stöð 2 Sport).

Spánn er í toppsæti riðilsins með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Svíar og Rúmenar hafa jafnmörg stig í 2. sæti, 7 stig, þar á eftir koma Norðmenn með fimm stig, Malta hefur þrjú stig og Færeyjar verma botnsæti riðilsins með 0 stig.

Byrjunarlið Spánar:
Kepa, Navas, Llorente, Ramos (C), Alba, Ruiz, Busquets, Saul, Rodrigo, Paco, Ceballos.

Byrjunarlið Færeyja:
Gunnar Nielsen, Askhkam, Gregersen(C), Baldvinsson, Davidsen, Hansson, Brandur Olsen, Rene Joensen, Vatnhamar, Edmunsson, Frederkisberg.

Byrjunarlið Svía:
Olsen, Lustig, Lindelöf, Granqvist(C), Bengtsson, Olsson, Ekdal, Larsson, Isak, Quaison, Berg.

Byrjunarlið Noregs:
Jarstein, Elabdellaoui, Nordtveit, Hovland, Aleesami, Odegaard, Selnaes, Berge, Johansen(C), Haland, King.

Riðill J
Þá fara fram tveir leikir í Riðli J sem hófst eins og fyrr segir fyrr í dag með sigri Ítala í Armeníu.

Bosnía fær Liechtenstein í heimsókn og Finnland fær Grikki í heimsókn. Finnland er í 2. sæti riðilsins með 9 stig, Grikkir og Bosnía eru í 4.-5. sæti með 4 stig og Liechtenstein er í 6.- og neðsta sæti án stiga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner