Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 05. september 2019 10:30
Hjalti Þór Hreinsson
Elfar Árni og sálfræðihernaður Djogatovic
Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði gríðarlega mikilvægt mark fyrir KA gegn Grindavík.
Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði gríðarlega mikilvægt mark fyrir KA gegn Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vladan Djogatovic markvörður Grindavíkur.
Vladan Djogatovic markvörður Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fyrir utan mikilvægi sigursins hjá KA var um fátt meira rætt eftir leik KA og Grindavíkur um síðustu helgi en vítaspyrnu Elfars Árna Aðalsteinssonar sem Vladan Djogatovic varði. KA vann leikinn 2-0 þar sem liðið fékk tvær vítaspyrnur. Elfar tók þau bæði, klikkaði á því fyrra en skoraði úr því seinna – í uppbótartíma – sem tryggði KA sigurinn.

Elfar Árni var gestur í KA hlaðvarpinu þar sem hann var spurður hvort markvarsla Djogatovic væri ekki handbragð Srjdan Rajkovic, fyrrum markmanns og markmannsþjálfara KA til margra ára – sem flutti sig til Grindavíkur með Srjdan Tufegdzic sem tók við Grindavík fyrir sumarið. Rajko þekkir Elfar Árna auðvitað – búinn að æfa með honum í fjöldamörg ár. Fyrir utan það að þekkja Elfar, hefur Rajko án efa skoðað vel síðustu vítaspyrnur Elfars. Djogatovic var því tilbúinn. Og vítið, nánast beint á markið, var varið auðveldlega.

„Ætli þetta sé ekki Rajko að kenna. Um leið og við fengum vítið tók Djogatovic strax boltann og fór strax í einhvern ægilegan sálfræðihernað um að Rajko væri búinn að segja honum allt um mig og eitthvað svona,“ sagði Elfar um aðdraganda fyrra vítisins.

„Ég var nokkuð viss um að hann myndi velja sér horn. Ég var búinn að sjá vítið á móti HK (sem Atli Arnarson skoraði úr, innsk.) og þá var hann löngu farinn í hornið, þannig að ég var nokkuð öruggur með að setja hann bara á mitt markið og að hann myndi fara. En því miður ákvað hann að bíða og þá lítur þetta auðvitað ekki vel út. Ef hann hefði skutlað sér hefði þetta auðvitað verið frábært víti,“ sagði Elfar.

Rúmar 90 mínútur voru á klukkunni þegar Nökkvi Þeyr Þórisson var tekinn niður og annað víti dæmt. KA hafði klikkað þarna á fjórum vítum í sumar (tveimur á móti ÍBV, á móti Stjörnunni og svo á móti Grindavík) og allt undir – þrjú stig á milli liðanna. Himinn og haf á milli þriggja stiga og eins. Sigur kæmi KA upp um miðja deild en setti Grindavík aftur á móti í afar erfiða stöðu í fallbaráttunni.

Jafntefli gagnaðist KA lítið, þá væri fallbaráttan áframhaldandi með tilheyrandi stressi. Það þarf ekki að fara lengra aftur en í síðasta leik til að KA klikkaði á víti í uppbótartíma. Hallgrímur Mar brenndi af í Eyjumen þeir Elfar eru vítaskyttur KA.

Elfar Árni hikaði ekki. Hann steig upp, 91.02 á klukkunni, tók vítið og skoraði markið sem kom KA á bragðið. Nökkvi skoraði svo gott mark og innsiglaði sigurinn skömmu síðar.

„Þegar maður klúðrar, hvort sem það er færi eða víti, vill maður fá annað tækifæri til að lagfæra það,“ sagði Elfar sem hefur skorað níu mörk í deildinni í sumar. „Ég talaði bara aðeins við Grímsa og hann sagði mér að taka vítið. Ég hafði fulla trú á því að ég myndi skora,“ sagði Húsvíkingurinn sem fagnaði markinu glaðbeittur eins og sjá má á myndbandinu neðst í fréttinni.

Nánar er rætt við Elfar Árna um leikinn, meðal annars um taktíkina hjá KA í sumar og hvað KA vantaði til að 3-4-3 kerfið gengi betur upp.

Smelltu hér til að hlusta á KA hlaðvarpið


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner