Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. september 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Sporting: Tottenham hefur aldrei unnið
Fernandes hefur spilað 13 A-landsleiki fyrir Portúgal. Þá spilaði hann 28 leiki fyrir yngri landsliðin.
Fernandes hefur spilað 13 A-landsleiki fyrir Portúgal. Þá spilaði hann 28 leiki fyrir yngri landsliðin.
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes, miðjumaður Sporting, skipti ekki um félag í sumar þrátt fyrir mikinn áhuga frá stórliðum í Evrópu.

Tottenham og Manchester United vildu fá hann til sín en forseti Sporting segir tilboð Tottenham ekki hafa verið nægilega gott.

Fernandes er metinn á rúmlega 60 milljónir evra og talaði forseti Sporting, Frederico Varandas, opinskátt um tilboð Tottenham.

„Við fengum 45 milljón evra tilboð frá Tottenham, sem bauð auka 20 milljónir í árangurstengdar greiðslur, ef félaginu tækist að vinna úrvalsdeildina eða Meistaradeildina. Því miður er þetta félag sem hefur aldrei unnið þessar keppnir og ég því ákvað að selja ekki," sagði Varandas.

Fernandes, sem verður 25 ára um helgina, skoraði 20 og lagði 13 upp í 33 deildarleikjum á síðasta tímabili, spilandi á miðjunni. Þá skoraði hann níu og lagði upp fjögur í fimmtán Evrópu- og bikarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner