Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 05. september 2019 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Giggs um Daniel James: Bale deilir athyglinni með öðrum
Mynd: Getty Images
Velski vængmaðurinn Daniel James hefur heldur betur byrjað vel hjá Manchester United eftir að hafa verið keyptur frá Swansea í sumar. James er kominn með þrjú mörk í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum hjá Rauðu Djöflunum.

Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales og goðsögn hjá Manchester United, er ekki hissa á þessari byrjun James hjá United og segir þetta mjög jákvætt fyrir landsliðið einnig.

„Dan hefur byrjað vel hjá United og hann hefur einnig verið flottur í síðustu leikjum sínum með landsliðinu," sagði Giggs í viðtali í dag. Wales mætir Aserbaídjan á morgun í undankeppni EM. Giggs telur að James geti aðstoðað Gareth Bale í markaskorun Wales og taki örlitla athygli af Bale sem hjálpi liðinu.

„Þeir eru báðir að spila og að spila vel. Ég held að þeir séu báðir tilbúnir í leikinn á morgun."

„Gareth býr yfir ótrúlegum gæðum og athyglin verður mest á honum en James mun hjálpa til með því að taka smá athygli á sig."

„James er hjá réttu liði, liði sem elskar vængmenn. Hann verður bara betri og betri."
Athugasemdir
banner
banner
banner