Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. september 2019 15:40
Magnús Már Einarsson
Huddersfield sektað fyrir óvenjulegu treyjurnar
Treyjan fræga.
Treyjan fræga.
Mynd: Huddersfield
Enska knattspyrnusambandið hefur sektað Huddersfield um 50 þúsund pund (7,7 milljónir króna) fyrir treyju sem liðið spilaði í gegn Rochdale í æfingaleik í sumar.

Huddersfield spilaði með risastóra auglýsingu frá veðmálafyrirtækinu Paddy Power en auglýsingin var of stór og braut þar með reglur enska sambandsins.

Um markaðsherferð var að ræða hjá Paddy Power en Huddersfield kynnti treyjuna fyrst sem nýja treyju fyrir tímabilið.

Liðið spilaði í treyjunni í æfingaleik gegn Rochdale en greindi síðan frá því að um markaðsherferð hefði verið að ræða.

Huddersfield féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en liðið er með einungis eitt stig eftir sex umferðir í Championship deildinni.
Athugasemdir
banner
banner