banner
   fim 05. september 2019 21:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Inkasso: Kristófer Dan gekk frá Njarðvík í fallbaráttuslag
Kristófer Dan (nær) ásamt Stefáni Ómari.
Kristófer Dan (nær) ásamt Stefáni Ómari.
Mynd: Hulda Margrét
Haukar 4 - 0 Njarðvík
1-0 Kristófer Dan Þórðarson ('11)
2-0 Kristófer Dan Þórðarson ('22)
3-0 Sean De Silva ('41)
4-0 Kristófer Dan Þórðarson ('73)
Lestu um leikinn.

Haukar tóku á móti Njarðvík í seinni leik kvöldsins í Inkasso-deild karla. Fyrr í kvöld sigraði Leiknir lið Keflavíkur með marki á lokasekúndunum.

Haukar voru með 16 stig í 3. neðsta sæti deildarinnar og Njarðvík var með 15 stig í botnsætinu fyrir leikinn í kvöld og því gífurlega mikið undir en liðin eiga tvo leiki eftir í deildinni eftir leik kvöldsins.

Heimamenn komust yfir á 11. mínútu og bættu við öðru marki á 22. mínútu bæði mörkin gerði Kristófer Dan Þórðarson.

Sean De Silva bætti við þriðja marki Hauka skömmu fyrir hálfleik og staðan orðin hræðileg fyrir Njarðvík. Vont versnaði á 73. mínútu:

„ÞRENNNNA!!! Arnar með mikið pláss hægra megin og setur hann á ennið á Kristófer Dan sem skallar hann glæsilega í hornið," skrifaði Oddur Stefánsson í beinni textalýsingu frá leiknum þegar Kristófer fullkomnaði þrennu sína og skoraði 4. mark Hauka.

Sterkur sigur hjá Haukum í öðrum leik Luka Kostic með liðið en hann tók við liðinu af Búa Vilhjálmi Guðmundssyni á dögunum. Njarðvík þarf á einhvers konar kraftaverki að halda í síðustu tveimur umferðunum þar sem liðið er fjórum stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner