fim 05. september 2019 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jorginho: Völlurinn var hörmulegur í kvöld
Mynd: Getty Images
Miðjumaður ítalska landsliðsins og Chelsea, Jorginho, var hluti af ítalska liðinu sem sigraði Armeníu í fyrsta leik dagsins í undankeppni EM 2020.

Jorginho var í viðtali eftir leikinn. Ítalir áttu erfitt með að brjóta múr Armena á bak aftur þó Armenar hafi verið tíu í rúman hálfleik.

„Þetta var bras. Það var hlýtt uppi og völlurinn var vondur viðureignar. Þeir byrjuðu vel og nýttu sér vel langa bolta fram."

„Við náðum að spila okkar leik og að lokum sigra. Ég og Marco Verratti höfum eiginlega alltaf átt betri leiki en völlurinn var algjör hörmung í kvöld og erfitt að ná sendingum milli manna,"
sagði Jorginho við ítalska fjölmiðla eftir leikinn.

Ítalía er á toppi J-riðils með 15 stig eftir fimm leiki. Leikið var á Republican leikvanginum í Jerevan.
Athugasemdir
banner
banner