Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. september 2019 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Marca: Messi getur sagt upp samningi sínum í lok hvers tímabils
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum spænska fjölmiðilsins Marca getur Lionel Messi, leikmaður Barcelona og af mörgum talinn besti leikmaður heims, sagt upp samningi sínum undir lok hverrar leiktíðar sem núverandi samningur hans við Barcelona er í gildi.

Barcelona er ekki hrætt við að Messi yfirgefi herbúðir liðsins og hefur liðið verið með sama samkomulag við leikmenn á borð við Andres Iniesta, Carles Puyol og Xavi Hernandez.

Messi skrifaði undir samninginn við Barca í nóvember árið 2017 og rennur hann út árið 2021.

Einnig er hægt að kaupa Messi á 700 milljónir evra sem er riftunarverð leikmannsins samkvæmt samningnum.

Messi er ekki sagður vilja spila hjá öðru liði í Evrópu en hann er sagður vilja enda ferilinn í Argentínu. Í samningnum stendur að Messi geti ekki virkt uppsagnar klásúluna nema hann fari til liðs utan Evrópu.

Forseti Barcelona, Josep Maria Bartomeu, sagði við ESPN í apríl að félagið vildi endursemja við Messi sem hefur verið á mála hjá Barcelona frá þrettán ára aldri. Messi varð í júní 32 ára.
Athugasemdir
banner
banner