Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. september 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Matic: Solskjær ber ábyrgð ef við berjumst ekki um titilinn
Mynd: Getty Images
Nemanja Matic, miðjumaður Manchester United, segir að Ole Gunnar Solskjær stjóri liðsins beri ábyrgð áf því ef United nær ekki að berjast um enska meistaratitilinn í vetur.

Matic hefur einungis spilað 22 mínútur á þessu tímabili en Solskjær hefur byrjað með Paul Pogba og Scott McTominay á miðjunni.

„Þjálfarinn verður að velja lið sem berst um titilinn og ef það vinnur ekki þá ber hann ábyrgð," sagði Matic við fjölmiðla í heimalandi sínu Serbíu.

„Ég hef verið lengi í fótbolta og hef spilað nánast alla leiki fyrir öll þau félög sem ég hef verið á undanfarin tíu ár. Til að ég geti spilað þarf einhver annar að sitja á bekknum og ég tek þeirri stðareynd."

Sjá einnig:
Matic: Ekkert vandamál milli mín og Solskjær
Athugasemdir
banner
banner
banner