Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 05. september 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Moldóvar hafa ekki unnið marga leiki - Eiga leikmann í Serie A
Icelandair
Artur Ionita er þekktasti leikmaður Moldavíu en hann spilar með Cagliari í Serie A.  Hér er hann í baráttunni við Paulo Dybala framherja Juventus.
Artur Ionita er þekktasti leikmaður Moldavíu en hann spilar með Cagliari í Serie A. Hér er hann í baráttunni við Paulo Dybala framherja Juventus.
Mynd: Getty Images
Vinstri bakvörðurinn Oleg Reabciuk í leik með varaliði Porto.
Vinstri bakvörðurinn Oleg Reabciuk í leik með varaliði Porto.
Mynd: Getty Images
Ísland mætir Moldavíu í undankeppni EM klukkan 16:00 á Laugardalsvelli. Moldavía er í 171. sæti á heimslista FIFA en liðið er með þrjú stig í undankeppninni eftir 1-0 sigur á Andorra á heimavelli í júní.

Moldavía endaði í þriðja sæti af fjórum liðum í sínum riðli í D-deild Þjóðadeildarinnar í fyrra. Liðið fékk níu stig í sex leikjum og fékk einungis fimm mörk á sig.

Í undankeppni HM 2018 náði Moldavía ekki að ríða feitum hesti en liðið tapaði átta af tíu leikjum sínum og gerði tvö jafntefli.

Leikmenn í úrvalsdeild á Ítalíu, Hollandi og Portúgal
Margir leikmenn Moldavíu leika með liðum í heimalandi sínu en í hópnum má einnig finna leikmenn sem spila í stærri deildum. Þar á meðal er miðjumaðurinn Artur Ioniță sem er fastamaður hjá Cagliari í Serie A á Ítalíu en hann var áður liðsfélagi Emils Hallfreðssonar hjá Hellas Verona.

Helsta vonarstjarna Moldóva er framherjinn Vitalie Damascan sem spilar með Fortuna Sittard í hollensku úrvalsdeildinni. Damascan er tvítugur en hann verður ekki með í leikjunum gegn Íslandi vegna meiðsla.

Markvörðurinn Alexei Koselev er liðsfélagi Damascan í hollensku úrvalsdeildinni en hann er aðalmarkvörður Moldavíu.

Vinstri bakvörðurinn Oleg Reabciuk spilar með Paços de Ferreira í portúgölsku úrvalsdeildinni en þessi 22 leikmaður ólst upp í Portúgal og spilaði áður í varaliði Porto.

73 ára þjálfari nýtekinn við
Þjálfaraskipti urðu hjá Moldavíu í sumar þegar Semen Altman við þjálfun liðsins. Hinn 73 ára gamli Altman tók við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Moldavíu fyrr á árinu og hann tók síðan sjálfur við sem landsliðsþjálfari í júlí.

Hér að neðan má sjá leikmannahóp Moldavíu fyrir komandi leiki.

Markverðir: Alexei Koşelev (Fortuna Sittard), Dumitru Celeadnic (Sheriff Tiraspol), Nicolai Cebotari (Sfîntul Gheorghe Suruceni)

Varnarmenn: Igor Armaș (FC Voluntari), Dinu Graur (Astra Giurgiu), Oleg Reabciuk (FC Paços de Ferreira), Ștefan Efros (Speranța Nisporeni), Andrei Macrițchii (Dinamo-Auto Tiraspol), Valeriu Macrițchii (Dinamo-Auto Tiraspol), Victor Mudrac (Petrocub-Hîncești), Artiom Rozgoniuc (Sfîntul Gheorghe Suruceni)

Miðjumenn: Cătălin Carp (FC Ufa), Artur Ionița (Cagliari), Radu Gînsari (Krylya Sovetov Samara), Eugeniu Cociuc (Sabail), Eugeniu Cebotaru (Academica Clinceni), Iaser Țurcan (Petrocub-Hîncești), Veaceslav Zagaevschii (Milsami Orhei), Alexandr Suvorov (Sfîntul Gheorghe Suruceni), Constantin Sandu (Speranța Nisporeni)

Framherjar: Vladimir Ambros (Petrocub-Hîncești), Mihail Ghecev (Sheriff Tiraspol), Maxim Cojocaru (Sheriff Tiraspol), Vadim Cemîrtan (Sfîntul Gheorghe Suruceni)
Athugasemdir
banner
banner