banner
   fim 05. september 2019 18:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Owen: Shearer reynir að koma sökinni yfir á mig
Owen tjáir sig um tímabilið undir stjórn Shearer hjá Newcastle
Mynd: Getty Images
Michael Owen og Alan Shearer skotið hvorn á annan undanfarna daga og birtum við hluta af rifrildi þeirra á dögunum.

Owen og Shearer rífast á Twitter

Owen hélt áfram að skjóta á Shearer í dag og sagði að Shearer sé að reyna koma sökinni á Owen fyrir slæmt gengi Newcastle undir stjórn Shearer en liðið féll niður í Championship deildina fyrir áratug síðan undir stjórn Shearer.

Owen spilaði 79 leiki hjá Newcastle áður en hann yfirgaf félagið eftir að það féll árið 2009.

„Ef Alan Shearer er kominn að þeirri niðurstöðu að ég vildi ekki spila gegn Aston Villa í lokaleiknum, af því ég hafði áhyggjur af því að meiðast og væri kominn með hugann annað, þá er það hans mál," sagði Owen við ESPN.

„Hann er enn að syrgja það og stundum þarf að finna einhvern blóraböggul. Ég gerði það sjálfur ótal sinnum sem leikmaður."

„Maður kennir sjaldnast sjálfum sér um mistökin sem leikmaður. Shearer er að gera þetta í dag vegna þess sem gerðist hjá Newcastle."

„Mér finnst samt skrýtið að kenna mér um þar sem ég var sjaldan heill þegar hann var með liðið og ég lagði mig allan í þá leiki sem ég spilaði og spilaði jafnvel meiddur."

„Ég held að hann muni ekki skipta um skoðun og ég verð að segja að ég er ósammála honum."

„Við erum báðir með sterka persónuleika og þetta hefur ekki verið til umræðu þar til nú þar sem við höfum ekki verið í miklum samskiptum í lengri tíma."

„Við vorum góðir vinir áður en við unnum saman en í stuttu máli sagt erum við ekki jafn góðir vinir í dag."
Athugasemdir
banner
banner
banner