Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. september 2019 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Paco: Sancho getur orðið einn af þeim bestu
Paco og Sancho ná virkilega vel saman á vellinum.
Paco og Sancho ná virkilega vel saman á vellinum.
Mynd: Getty Images
Hinn 19 ára gamli Jadon Sancho gerði góða hluti með Borussia Dortmund á síðustu leiktíð og hefur farið gríðarlega vel af stað í haust.

Hann er kominn með tvö mörk og þrjár stoðsendingar eftir þrjá fyrstu deildarleikina. Hann virðist ná einstaklega vel saman með Paco Alcacer og leggur mikið upp fyrir hann. Paco hefur miklar mætur á táningnum.

„Hann er ennþá bara strákur, 19 ára gamall. Hann hefur allt sem þarf til að verða heimsklassaleikmaður," sagði Paco.

„Fólk er vafasamt um hann útaf því að hann er enn ungur, en ég get lofað því að sem leikmaður og einstaklingur er hann í góðum málum. Ef hann heldur áfram að bæta leik sinn þá verður hann einn af bestu leikmönnum heims."

Sancho hefur lagt upp 17 deildarmörk frá upphafi síðasta tímabils. Enginn annar leikmaður í helstu deildum Evrópu hefur afrekað það. Þá er hann yngsti leikmaður sögunnar til að skora 15 mörk í þýsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner