Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 05. september 2019 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ramos fékk furðulegt spjald - „Ég og frændi minn notum gleraugu"
Mynd: EPA
Sergio Ramos var í kvöld annar markaskorara Spánar sem sigraði Rúmeníu í undankeppni EM2020 í kvöld.

Ramos kom gestunum frá Spáni yfir með marki úr vítaspyrnu á 29. mínútu leiksins.

Ramos fagnaði með því að mynda einhverskonar kíki með höndunum fyrir framan eina myndavél á vellinum. Stuðningsmenn Rúmena tóku illa í þetta uppátæki spænska fyrirliðans og spjaldaði Deniz Aytekin hann fyrir athæfið í kjölfarið.

Ramos furðaði sig á dómnum og útskýrði hvað hann var að gera í viðtali eftir leik.

„Gula spjaldið kom eftir misskilning. Þetta var fyrir litla frænda minn því ég og hann notum báðir gleraugu," sagði Ramos eftir leik.

„Annars voru úrslitin sanngjörn en við verðum að passa okkur betur í framtíðinni. Við megum ekki lækka tempóið þegar við komumst 2-0 yfir."

Mark Ramos var hans 21. fyrir landsliðið og síðan á HM í fyrra hefur enginn skorað fleiri mörk fyrir spænska landsliðið. Ramos hefur alls spilað 166 landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner