Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 05. september 2019 11:18
Magnús Már Einarsson
Scholes: Hægt að afskrifa Man Utd næstu tvö árin
Paul Scholes.
Paul Scholes.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, miðjumaður Manchester United, segir að hægt sé að afskrifa félagið í titilbaráttu næstu tvö árin. Manchester United er með fimm stig eftir fjórar umferðir í ensku úrvalsdeildinni og er strax sjö stigum á eftir toppliði Liverpool.

„Ég held að þú getir nánast afskrifað United næstu tvö árin. Þá er ég að tala um þetta lið, þangað til að Ole Gunnar Solskjær er búinn að hreinsa allt út sem hann vill, eftir fjóra eða fimm félagaskiptaglugga," sagði Scholes.

„United verður á eftir Manchester City, Liverpool, Chelsea og Tottenham. Ég held að þetta sé United í augnablikinu. Þú verður að vera þolinmóður með unga leikmenn en reyndari leikmennirnir verða að stíga upp."

„Við höfum séð aftur og aftur hversu mörg mistök reyndir leikmenn eru að gera. Það er erfitt fyrir unga leikmenn að koma inn í svona lið."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner