fim 05. september 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Kosta Ríka hættur: Hafði ekkert að gera
Mynd: laprensa.hn
Gustavo Matosas, fyrrum leikmaður Malaga og landsliðsmaður Úrúgvæ, hefur sagt upp störfum sem þjálfari landsliðs Kosta Ríka.

Matosas dugði tæpt ár í starfinu og segist hafa hætt útaf leiðindum. Hann ætli aldrei aftur að taka við landsliði.

„Þetta er ekki gaman, mér líður eins og ég sé ekki að gera neitt. Það er erfitt að hitta leikmennina bara í eina viku hverja tvo mánuði, ég vissi ekki að þetta væri svona erfitt," sagði Matosas.

„Ég vissi ekki að það væri svona leiðinlegt að stýra landsliði. Ég sé ekki eftir tíma mínum hérna en mun aldrei aftur taka við landsliðsverkefni. Þetta er ekki fyrir mig, ég verð að hafa eitthvað að gera."
Athugasemdir
banner
banner