Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. september 2019 12:10
Magnús Már Einarsson
Úlfur Blandon tekur hlé frá þjálfun - Hættir með Þrótt Vogum
Úlfur Blandon.
Úlfur Blandon.
Mynd: Þróttur Vogum
Úlfur Blandon þjálfari meistaraflokks Þróttar Vogum hefur ákveðið að taka sér hlé frá þjálfun en hann mun hætta með liðið að loknu tímabilinu í 2. deild. Ástæða þess er að Úlfur mun leggja stund á MBA nám við Háskólann í Reykjavík í vetur.

Úlfur tók við þjálfun Þróttar Vogum haustið 2017 og hefur stýrt félaginu síðustu tvö tímabil í 2. deild með góðum árangri. Í fyrra hafnaði liðið í sjötta sæti, en um var að ræða besta árangur í sögu félagsins. Þróttarar eru í fimmta sæti þegar þrjár umferðir eru efti í 2. deildinni.

„Ég fann það er ég hóf nám í haust að það yrði lítill tími fyrir fótboltann þar sem ég starfa einnig sem framkvæmdastjóri sölu og markaðsmála hjá Fóðurblöndunni. Ég gaf þetta frá mér í gærkvöldi. Það er ekki auðvelt fyrir félag að koma í þetta umhverfi sem 2. deildin er og festa sig í sessi, Þróttur þarf mann sem getur sinnt þessu 100%. Það er gott að starfa í Vogunum með öllu þessu yndislega fólki sem brennur af ástríðu fyrir félagið. Þarna hef ég eignast góða vini og kunninga fyrir lífstíð," sagði Úlfur Blandon.

Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar sagði: „Úlfur var fenginn til að ná stöðugleika þar sem félagið var að stíga sín fyrstu skref í 2. deild, árangurinn undir hans stjórn var framar vonum. Við höfum verið að vinna með Úlfi við skipulagningu næsta árs og ýmsum leikmannamálum, það stóð til að halda þessu samstarfi áfram. Við erum mjög ánægðir með hans störf, Úlfur verður okkur áfram innan handar og skiljum virkilega sáttir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner