Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. september 2019 20:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Undankeppni EM: Flest úrslit eftir bókinni
Mynd: EPA
Átta leikjum var rétt í þessu að ljúka í undankeppni fyrir EM2020.

Fyrr í dag sigraði Ítalía lið Armeníu í J-riðli.

Mögulega það helsta óvænta voru jafnteflisleikirnir tveir og þá sterkur heimasigur Finnlands á Grikklandi.

D-riðill
Tveir leikir fóru fram í D-riðli í kvöld.

Danir gjörsigruðu Gíbraltar á útivelli, 0-6. Danir leiddu með tveimur mörkum í hálfleik og bættu fjórum við í seinni hálfleik. Christian Eriksen gerði tvö mörk og það sama gerði nafni hans Gytkjær.

Á Aviva vellinum í Dyflinni gerðu Írar og Svisslendingar 1-1 jafntefli. Fabian Schar kom Sviss yfir þegar um stundarfjórðungur lifði leiks en David McGoldrick gerði jöfnunarmark Íra þegar fimm mínútur lifðu leiks. Hjá Sviss vantaði menn á borð við Xherdan Shaqiri og Stephan Lichtsteiner.

Írar eru í toppsæti riðilsins með 11 stig, Danir eru með átta sig og eiga einn leik til góða, Sviss er með fimm stig og á tvo leiki til góða, Georgía sem sat hjá í þessari leikviku er með þrjú stig og Gíbraltar er án stiga.

Gíbraltar 0 - 6 Danmörk
0-1 Robert Skov ('7 )
0-2 Christian Eriksen ('34 , víti)
0-3 Christian Eriksen ('50 , víti)
0-4 Thomas Delaney ('69 )
0-5 Christian Gytkjaer ('74 )
0-6 Christian Gytkjaer ('78 )

Írland 1-1 Sviss
0-1 Fabian Schar ('74 )
1-1 David McGoldrick ('85 )

F-riðill
Þrír leikir fóru fram í F-riðli í kvöld. Topplið Spánverja hélt áfram uppteknum hætti og lagði Rúmeníu 1-2 á útivelli. Spánverjar eru því áfram með fullt hús stiga í riðlinum þegar fimm leikjum er lokið. Sergio Ramos og Paco Alcacer gerðu mörk Spánverja og Florin Andone gerði mark Rúmeníu.



Svíar sigruðu Færeyinga sannfærandi í Þórshöfn í kvöld. Svíar leiddu með fjórum mörkum í hálfleik og tókst ekki að bæta við marki í seinni hálfleik og sigruðu því 0-4. Hinn 19 ára Alexander Isak gerði tvö mörk fyrir Svía í leiknum.

Þá sigraði Noregur lið Möltu með tveimur mörkum gegn engu á heimavelli. Sander Berge og Joshua King gerðu mörk Norðmanna.

Spánverjar eru á toppnum með fimmtán stig, Svíar hafa 10, Norðmenn 8, Rúmenar 7, Malta 3 og Færeyjar eru á botninum án stiga.

Rúmenía 1 - 2 Spánn
0-1 Sergio Ramos ('27 , víti)
0-2 Paco Alcacer ('47 )
1-2 Florin Andone ('60 )
Rautt spjald: Diego Llorente, Spánn ('79)

Færeyjar 0 - 4 Svíþjóð
0-1 Aleksander Isak ('12 )
0-2 Aleksander Isak ('15 )
0-3 Victor Lindelof ('23 )
0-4 Robin Quaison ('41 )

Noregur 2 - 0 Malta
1-0 Sander Berge ('34 )
2-0 Joshua King ('45 , víti)

G-riðill
Einn leikur fór fram í G-riðli í kvöld. Heimamenn í Ísrael tóku þá á móti Norður-Makedóníu. Ísrael komst yfir í leiknum en gestirnir jöfnuðu þegar tæpur hálftími lifði leiks. Ekki var skorað meira og jafntefli niðurstaðan.

Pólland, sem leikur á morgun, er í toppsætinu með 12 stig eftir fjóra leiki. Ísrael er með átta stig eftir fimm leiki, Austurríki kemur næst með sex stig eftir fjóra leiki og þá koma Norður-Makedónía og Slóvenía með fimm stig. Lettland vermir botnsæti G-riðils.

Ísrael 1 - 1 Norður Makedónía
1-0 Eran Zahavi ('56 )
1-1 Arijan Ademi ('64 )

J-riðill
Tveir leikir fóru fram í J-riðli í kvöld. Bosnía og Hersegóvína gjörsigraði Liechtenstein á heimavelli, 5-0. Amer Gojak gerði tvö mörk fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Heimamenn leiddu 1-0 á 80. mínútu en þá opnuðust flóðgáttir og fjögur mörk komu á skömmum tíma undir lok leiks.

Finnland vann þá góðan heimasigur á Grikklandi og var það enginn annar en Teemu Pukki, framherji Norwich, sem gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu.

Ítalir eru efstir í riðlinum með fullt hús stiga, Finnar eru með 12 stig, B&H með 7 stig, Armenía 6, Grikkland 4 og Liechtenstein er án stiga.

Finnland 1 - 0 Grikkland
1-0 Teemu Pukki ('52, víti)

Bosnía og Hersegóvína 5 - 0 Liechtenstein
1-0 Amer Gojak ('11)
2-0 Haris Duljevic ('80)
3-0 Edin Dzeko ('85)
4-0 Edin Visca ('88)
5-0 Amer Gojak ('89)
Athugasemdir
banner
banner
banner