Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 05. september 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM í dag - Allir frændur okkar mæta til leiks
Barella og Jorginho eru partur af spennandi landsliði Ítalíu undir stjórn Roberto Mancini.
Barella og Jorginho eru partur af spennandi landsliði Ítalíu undir stjórn Roberto Mancini.
Mynd: Getty Images
Það eru níu leikir á dagskrá í undankeppni landsliða fyrir EM 2020 sem haldið verður víðs vegar um Evrópu.

Fyrsti leikur dagsins er í J-riðli og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þar eiga Henrikh Mkhitaryan og félagar í Armeníu heimaleik gegn toppliði Ítalíu.

Ítalir eru með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir á meðan Armenar eru búnir að vinna tvo í röð, þar á meðal 2-3 í Grikklandi.

Í kvöld fara hinir átta leikirnir fram og verður frændaslagur sýndur beint á Stöð 2 Sport. Færeyjar taka þar á móti Svíþjóð í F-riðli.

Svíar eru í harðri baráttu við Rúmeníu og Noreg um annað sæti riðilsins á meðan Færeyingar sitja stigalausir á botninum.

Hér fyrir neðan má sjá restina af leikjum dagsins þar sem Norðmenn, Danir og FInnar mæta einnig til leiks. Þá er spennandi leikur á Írlandi þar sem Svisslendingar kikja í heimsókn og Spánverjar fljúga til Rúmeníu í hörkuleik í F-riðli.

D-riðill:
18:45 Írland - Sviss
18:45 Gíbraltar - Danmörk

F-riðill:
18:45 Færeyjar - Svíþjóð (Stöð 2 Sport)
18:45 Rúmenía - Spánn
18:45 Noregur - Malta

G-riðill:
18:45 Ísrael - Norður-Makedónía

J-riðill:
16:00 Armenía - Ítalía (Stöð 2 Sport)
18:45 Finnland - Grikkland
18:45 Bosnía - Liechtenstein
Athugasemdir
banner
banner