fim 05. september 2019 18:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Undankeppni EM: Þolinmæðisverk hjá Ítölum gegn 10 Armenum
Mynd: EPA
Riðill J
Armenía 1 - 3 Ítalía
1-0 Alexander Karapetian ('11)
1-1 Andrea Belotti ('28)
1-2 Lorentzo Pellegrini ('77)
1-3 Aram Hayrapetyan, sjálfsmark ('80)
Rautt Spjald: Alexander Karapetian, Armenía ('45+1)

Fyrsta leik þessa landsleikjaglugga var rétt í þessu að ljúka. Armenía tók á móti Ítölum í J-riðli í undankeppni fyrir EM 2020.

Ítalía var fyrir leikinn með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og Armenía var með sex stig.

Alexander Karapetian kom Armenum yfir á 11. mínútu leiksins eftir undirbúning frá Tigran Barseghyan. Katapetian þarna hetjan en seinna í leiknum varð hann skúrkurinn.

Emerson lagði upp mark á Andrea Belotti sem jafnaði leikinn fyrir Ítalíu á 28. mínútu leiksins. Mínútu áður fékk Karapetian sitt fyrra gula spjald og á 1. mínútu uppbótartíma fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Ítalír þjörmuðu að heimamönnum í seinni hálfleik og brutu þeir varnarmúrinn á 77. mínútu þegar Lorenzo Pellegrini kom Ítölum loksins yfir. Þremur mínútum seinna kláruðu Ítalir leikinn. Andrea Belotti skaut boltanum í stöngina og þaðan í Aram Hayrapetyan, markvörð Armena, sem fékk boltann í sig og inn.

Klukkan 18:45 fara fram tveir leikir í sama riðli. Bosnía fær Helga Kolviðsson og hans lærisveina í Liechtenstein í heimsókn og Finnland tekur á móti Grikkjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner