fös 05. október 2018 13:25
Elvar Geir Magnússon
Landsliðshópurinn: Jón Dagur valinn - Aron og Jón Daði ekki með
Icelandair
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson er mættur á ný.
Jóhann Berg Guðmundsson er mættur á ný.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren landsliðsþjálfari opinberaði í dag hóp Íslands fyrir komandi verkefni.

Ísland mætir Frakklandi í vináttulandsleik í Guingamp þann 11. október en sami hópur mun svo leika gegn Sviss á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni þann 15. október.

Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er ekki með en hann hefur verið að glíma við meiðsli og ekki getað spilað með Cardiff á tímabilinu. Hann er þó að snúa til baka og er byrjaður að æfa.

Jón Daði Böðvarsson er einnig meiddur og getur ekki verið með en hann varð fyrir meiðslum í upphitun fyrir síðasta leik Reading.

Tveir leikmenn sem voru í síðustu leikjum U21-landsliðsins eru valdir; Albert Guðmundsson og Jón Dagur Þorsteinsson. Jón Dagur er valinn í fyrsta sinn í A-landsliðið en hann skoraði um helgina beint úr aukaspyrnu þegar lið hans, Vendsyssel, vann 2-1 sigur gegn Kaupmannahöfn. Jón Dagur er á láni frá Fulham.

Ekkert pláss er þó fyrir Arnór Sigurðsson, leikmann CSKA Moskvu.

Ögmundur Kristinsson kemur inn í hópinn að nýju en Frederik Schram dettur út. Lykilmennirnir Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason snúa aftur en þeir misstu af síðasta verkefni.

Markmenn
Hannes Þór Halldórsson (Qarabag)
Rúnar Alex Rúnarsson (Dijon)
Ögmundur Kristinsson (Larissa)

Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Ragnar Sigurðsson (Rostov)
Kári Árnason (Gençlerbirliği)
Ari Freyr Skúlason (Lokeren)
Sverrir Ingi Ingason (Rostov)
Hörður Björgvin Magnússon (CSKA Moskva)
Jón Guðni Fjóluson (Krasnodar)
Hólmar Örn Eyjólfsson (Levski Sofia)

Miðjumenn
Gyfi Þór Sigurðsson (Everton)
Emil Hallfreðsson (Frosinone)
Birkir Bjarnason (Aston Villa)
Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley)
Arnór Ingvi Traustason (Malmö)
Rúrik Gíslason (Sandhausen)
Guðlaugur Victor Pálsson (Zurich)
Rúnar Már Sigurjónsson (Grashopper)

Sóknarmenn
Jón Dagur Þorsteinsson (Vendsyssel)
Alfreð Finnbogason (Augsburg)
Albert Guðmundsson (AZ Alkmaar)
Viðar Örn Kjartansson (Rostov)
Kolbeinn Sigþórsson (Nantes)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner