Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 05. október 2018 14:52
Egill Sigfússon
Erik Hamren: Arnór mun spila stórt hlutverk í framtíðinni
Icelandair
Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands
Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslenska karlalandsliðsins tilkynnti á fréttamannafundi í dag landsliðshópinn sem mætir Frökkum og Sviss í næstu landsleikjum. Hamren telur að það sé gott fyrir liðið að mæta bestu liðum heims og telur leikinn gegn Frökkum góðan undirbúning fyrir næstu keppnisleiki.

„Leikurinn við Frakka mun hjálpa okkur fyrir leikina gegn Sviss og Belgíu í Þjóðardeildinni. Við fáum að sjá veikleika okkar þegar við spilum gegn svona góðu liði og það er mjög gott fyrir okkar því þá getum við unnið í að bæta þá fyrir leikina í Þjóðardeildinni og í undankeppni EM í vor."

Ísland mætir Katar í æfingaleik 19. nóvember og Hamren segir það mikilvægt að fá leiki gegn misgóðum liðum í undirbúning fyrir undankeppni EM sem Íslenska liðið stefnir á.

„Í Þjóðardeildinni spilum við á móti besta liði heims og 8.besta liði heims en í undankeppni EM mætum við bæði liðum sem eru ofarlega á heimslistanum en einnig lið sem eru neðar á listanum. Því er gott að fá leiki gegn bestu liðunum og liðum eins og Katar sem eru neðar til að undirbúa okkur fyrir undankeppnina."

Kolbeinn Sigþórsson er í hópnum en hann er ekki að fá að spila með félagsliði sínu. Hamren segir að þrátt fyrir að hann sé í erfiðri stöðu hjá Nantes þá sé hann leikfær. Þá segir Hamren að valið á Kolbeini sé vegna þess að hann hefur trú á honum auk þess sem tölfræði hans með landsliðinu er góð.

„Ég vel þá leikmenn sem ég trú á og þá sem henta Íslenska liðinu best, ef þú skoðar tölfræði Kolbeins með landsliðinu sérðu að hún er mjög góð. Hann hefur verið meiddur lengi en er heill núna svo við völdum hann þar sem hann er klár í að spila. Hann er því miður í frystikistunni hjá liði sínu úti en vonandi lagast það. Hann er einungis 28 ára og ég er viss um að hann muni spila vel með okkur næstu árin."

Arnór Sigurðsson hefur verið mikið í umræðunni undanfarið en hann er ekki í leikmannahópnum. Hamren segir það hans mat að betra sé fyrir Arnór að fá að spila heila leiki með U21 árs landsliðinu.

„Auðvitað var Arnór inn í myndinni en hann hefur ekki verið að byrja hjá CSKA Moskvu, hann hefur verið að koma inná sem varamaður. Ég hef mikla trú á honum og held að hann muni spila stórt hlutverk hjá landsliðinu í framtíðinni og ég vildi að hann fengi að spila heila leiki með U21-árs landsliðið frekar en að spila örfáar mínútur með A-landsliðinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner