Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 05. október 2018 15:28
Elvar Geir Magnússon
Hamren: Það var frábært að spjalla við Aron
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði.
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann er ekki byrjaður að spila fyrir Cardiff og því er hann ekki tilbúinn fyrir okkur," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari um Aron Einar Gunnarsson.

Fyrirliðinn er ekki klár í slaginn fyrir komandi leiki. Hann er á meiðslalistanum en stutt er í að hann snúi aftur á keppnisvöllinn.

„Ég talaði við hann, hann vildi mikið vera með okkur í þessu verkefni en það var ekki möguleiki. Það var frábært að tala við hann og heyra eldmóð hans og ástríðu varðandi liðið."

Aron verður ekki með í komandi landsleikjum en ætti að vera klár eftir mánuð þegar Ísland mætir Belgíu og Katar.

„Hann er ekki byrjaður að spila fyrir sitt lið en ætti að geta farið af stað aftur eftir þetta landsleikjahlé. Hann stefnir á að vera með okkur í nóvemberverkefnunum."

Í dag var opinberaður landsliðshópur Íslands fyrir komandi leiki gegn Frakklandi og Sviss og má sjá hann með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner