Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. október 2018 14:43
Elvar Geir Magnússon
Hamren um Jón Dag: Höfum trú á að hann hafi það sem þarf
Icelandair
Jón Dagur í leik með U21 landsliðinu.
Jón Dagur í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann er einn af ungu leikmönnunum sem eru í U21 landsliðinu og við trúum að geti spilað með A-landsliðinu," segir Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, um valið á Jóni Degi Þorsteinssyni.

Jón Dagur er nýliði í íslenska landsliðshópnum sem valinn var í dag en hann er aðeins 19 ára gamall.

Hann skoraði um helgina beint úr aukaspyrnu þegar lið hans, Vendsyssel, vann 2-1 sigur gegn Kaupmannahöfn. Jón Dagur er á láni frá Fulham.

„Jón Dagur er í banni í næsta leik með U21 liðinu og við viljum sjá hann spreyta sig í þessum gæðaflokki fyrst við fáum tækifæri til þess."

Albert Guðmundsson er annar leikmaður á U21 aldri sem var valinn að þessu sinni en ekki var pláss fyrir Arnór Sigurðsson, leikmann CSKA Moskvu.

„Ég hafði séð hann spila hjá Norrköping áður en ég tók við Íslandi. Hann verður mjög góður ef hann heldur áfram á þessari braut. Ungir leikmenn þurfa að spila og hann þarf fleiri leiki. Það er betra fyrir hann að spila í U21 gegn tveimur sterkum liðum og fá reynslu," segir Hamren um Arnór.

Í dag var opinberaður landsliðshópur Íslands fyrir komandi leiki gegn Frakklandi og Sviss og má sjá hann með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner