Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. október 2018 15:39
Elvar Geir Magnússon
Hamren: Viss um að Kolbeinn geti nýst okkur vel
Icelandair
Hamren ræðir við Kolbein áður en hann kom inn í bekknum gegn Belgíu.
Hamren ræðir við Kolbein áður en hann kom inn í bekknum gegn Belgíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson kom af bekknum í 0-3 tapinu gegn Belgíu í Þjóðadeildinni fyrir mánuði síðan. Kolbeinn er aftur valinn í landsliðið núna, þrátt fyrir að fá ekkert að spila með Nantes í Frakklandi.

Erik Hamren landsliðsþjálfari var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvernig hann gæti réttlætt þetta val sitt?

„Ég fékk þessa spurningu líka þegar ég valdi hann í síðasta hóp," sagði Hamren.

„Að mínu mati er hann mjög góður leikmaður. Hann er með frábæra tölfræði með íslenska landsliðinu og hefur spilað mjög vel fyrir Ísland."

„Hann var meiddur en nú er hann það ekki lengur, hann er klár í slaginn þó hann sé í vandamálum hjá félagsliði sínu og er í frystikistunni. Hann er tilbúinn að spila og þegar hann er heill er ég viss um að hann geti nýst okkur mjög vel."

„Hann getur staðið sig vel fyrir okkur þó hann sé ekki að spila með sínu félagsliði. Við teljum líka að hann geti mögulega hjálpað okkur í undankeppni EM," sagði Hamren.

Í dag var opinberaður landsliðshópur Íslands fyrir komandi leiki gegn Frakklandi og Sviss og má sjá hann með því að smella hérna. Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason snúa aftur en þeir voru meiddir þegar síðasti hópur var valinn.

„Ég er mjög ánægður með að Jóhann og Alfreð séu komnir aftur. Þetta eru tveir gæðaleikmenn fyrir okkur," sagði Hamren.

Jón Daði Böðvarsson og Björn Bergmann Sigurðarson eru meiddir og voru ekki valdir í hópinn.

„Jón Daði meiddist í upphitun fyrir síðasta leik hjá Reading en ég veit ekki hversu lengi hann verður frá."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner