fös 05. október 2018 07:15
Elvar Geir Magnússon
Í beinni - Landsliðshópur Íslands opinberaður
Fréttamannafundur 13:15 í Laugardal
Icelandair
Frá fundinum.
Frá fundinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 13:15 verður fréttamannafundur í Laugardal þar sem Erik Hamren landsliðsþjálfari opinberar hóp Íslands fyrir komandi verkefni.

Ísland mætir Frakklandi í vináttulandsleik í Guingamp þann 11. október en sami hópur mun svo leika gegn Sviss á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni þann 15. október.

Búast má við talsverðum breytingum frá síðasta hóp en lykilmenn eru að snúa úr meiðslum og ungir leikmenn að banka fast á dyrnar. Pælingar þess efnis voru í pistli sem birtist í gær:

Sjá einnig:
Kastar Hamren kjúklingum í djúpu laugina?

Fundurinn verður sýndur í beinni á heimasvæði okkar á Facebook og þá verður bein Twitter lýsing frá öllu því helsta sem fram kemur. Fundurinn fer fram í kjallaranum á Laugardalsvelli.

Hamren og aðstoðarmaður hans, Freyr Alexandersson, sitja fyrir svörum.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner