Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 05. október 2018 10:46
Elvar Geir Magnússon
Mun Hamren prófa þriggja miðvarða kerfi gegn Frökkum?
Icelandair
Miðverðirnir Sverrir Ingi Ingason og Ragnar Sigurðsson.
Miðverðirnir Sverrir Ingi Ingason og Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Ég hef líka áhuga á að spila með þriggja manna miðvarðalínu því við erum með mikið af miðvörðum en færri bakverði. Það er eitthvað sem ég er að hugsa núna," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, í viðtali við Stöð 2 fyrir mánuði síðan.

Svíinn vildi þó ekki fara strax í tilraunir með þriggja miðvarða kerfi í fyrstu tveimur leikjum sínum með Íslandi en spurning er hvort sú verði raunin í komandi landsleikjum.

Ísland er að fara að spila vináttulandsleik gegn Frakklandi 11. september og svo kemur leikur í Þjóðadeildinni gegn Sviss á Laugardalsvelli 15. september.

Ljóst er að Ísland mun falla úr A-deild Þjóðadeildarinnar og því verður fróðlegt að sjá hvort Hamren prófi þriggja miðvarða kerfi í komandi leikjum. 6-0 tapið gegn Sviss ytra ætti að ýta undir þær tilraunir.

Tómas Þór Þórðarson teflir fram hugsanlegu byrjunarliði Íslands í þriggja miðvarða kerfi á Twitter, í leikkerfinu 3-5-2.


Sjá einnig:
Kastar Hamren kjúklingum í djúpu laugina?

Hamren opinberar landsliðshóp Íslands fyrir komandi leiki á fréttamannafundi klukkan 13:15. Fundurinn verður sýndur í beinni á heimasvæði okkar á Facebook og þá verður bein Twitter lýsing frá öllu því helsta sem fram kemur. Fundurinn fer fram í kjallaranum á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner