Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 05. október 2019 18:26
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England: Ayew hetja Palace - Komnir í Meistaradeildarsæti
Crystal Palace sigraði West Ham.
Crystal Palace sigraði West Ham.
Mynd: Getty Images
West Ham 1 - 2 Crystal Palace
1-0 Sebastian Haller ('54 )
1-1 Patrick van Aanholt ('63 , víti)
1-2 Jordan Ayew ('87)

Síðdegisleik ensku úrvalsdeildarinnar er nú ný lokið, þar mættust West Ham og Crystal Palace.

Fyrri hálfleikur reyndist markalaus en það var heldur meira fjör í seinni hálfleik.

Sebastian Haller sem kom til West Ham í sumar kom boltanum í netið á 54. mínútu og skoraði þar með fjórða deildarmark sitt á tímabilinu, heimamenn komnir með forystuna.

Tæpum 10 mínútum síðar var dæmd vítaspyrna þegar Declan Rice fékk boltann í höndina, Patrick van Aanholt fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Á 87 mínútu skoraði Jordan Ayew en markið var dæmt af vegna rangstöðu, eftir að markið var skoðað í VAR kom hins vegar í ljós að markið var löglegt og það var því Crystal Palace sem tók stigin þrjú í þessum Lundúnaslag.

Með sigrinum fer Crystal Palace í 4. sætið og er nú með 14 stig, West Ham er hins vegar í 7. sæti með 12 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner