Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 05. október 2019 13:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Connolly hetja Brighton - Algjört hrun Tottenham
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Brighton 3 - 0 Tottenham
1-0 Neal Maupay ('3 )
2-0 Aaron Connolly ('32 )
3-0 Aaron Connolly ('65 )

Tottenham heimsótti Brighton í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham hefur gengið brösulega undanfarið. Liðið tapaði gegn Colchester í deildabikarnum fyrir rúmri viku, rétt slefaði í sigur gegn Southampton um síðustu helgi og steinlá svo gegn Bayern Munchen, 2-7, á heimavelli í vikunni.

Leikurinn byrjaði alls ekki vel fyrir Spurs en á þriðju mínútu komust heimamenn yfir. Neal Maupay skoraði eftir mistök hjá Hugo Lloris.

Sjá einnig: Skelfileg mistök Lloris - Fór meiddur af velli
Sjá einnig: Lloris fluttur á sjúkrahús - Missir af landsleiknum gegn Íslandi

Aaron Connolly var í byrjunarliði Brighton í fyrsta skiptið í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þessi nítján ára Íri átti svo sannarlega leik sem hann mun ekki gleyma.

Connolly skoraði annað mark Brighton á 32. mínútu eftir frákast.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, gerði eina breytingu á sínu liði í hálfleik. Harry Winks kom inn fyrir Tanguy Ndombele.

Tottenham gekk illa að brjóta Brighton á bak aftur og skoraði Brighton 3. mark leiksins. Connolly var þar aftur á ferðinni eftir sendingu frá Lewis Dunk. Connolly setti boltann laglega í fjærhornið.

Spurs tókst ekki að minnka muninn og tapaði, 3-0. Glæsilegur sigur Brighton sem er komið með níu stig. Tottenham er með 11 stig.

Sjá einnig: Byrjunarlið dagsins: Lovren og Jói Berg byrja
Athugasemdir
banner
banner
banner