Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 05. október 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum leikmaður Liverpool þarf ekki að dúsa í fangelsi
Dean Saunders til hægri. Með honum á myndinni er Michael Owen, sem einnig lék fyrir Liverpool.
Dean Saunders til hægri. Með honum á myndinni er Michael Owen, sem einnig lék fyrir Liverpool.
Mynd: Getty Images
Dean Saunders, fyrrum leikmaður Liverpool, vann áfrýjun í máli sínu vegna ölvunaraksturs.

Hann var upprunalega dæmdur í tíu vikna fangelsi, en sleppur nú við fangelsisvist. Hann fékk í staðinn 18 mánaða skilorðsbundinn dóm.

Hann þarf einnig að sinna 200 klukkutímum í samfélagsþjónustu, en hann var sviptur ökuréttindum í 30 mánuði.

Hinn 55 ára gamli Saunders var stöðvaður af lögreglu þann 10. maí en hann neitaði að gefa öndunarsýni. Saunders ku hafa verið mjög ölvaður þegar hann var stöðvaður en hann átti erfitt með að tala og var með hroka í garð lögreglumanna.

Saunders spilaði með Liverpool tímabilið 1991/1992 og skoraði ellefu mörk. Hann lék einnig 75 landsleiki með Wales á ferli sínum sem leikmaður. Saunders kom víða við sem leikmaður en hann reyndi einnig fyrir sér sem stjóri eftir að skórnir fóru upp á hillu. Undanfarin ár hefur hann starfað sem sérfræðingur hjá Talksport.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner