Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 05. október 2019 23:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Marco Silva: Stuðningsmennirnir eiga betra skilið
Það gengur ekki vel hjá Everton þessa dagana.
Það gengur ekki vel hjá Everton þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Everton tapaði fimmta deildarleik sínum á tímabilinu í dag þegar þeir töpuðu 1-0 fyrir Burnley.

Pressan á Marco Silva knattspyrnustjóra Everton er orðin mikil, hann var skiljanlega mjög svekktur þegar hann mætti í viðtal eftir leik í dag.

„Það er alltaf sama tilfinningin þegar maður tapar leikjum, mikil vonbrigði. Mér fannst við gera meira en andstæðingar okkar í dag en það er alltaf erfitt að spila á móti þeim. Í fyrri hálfleik vorum við betra liðið á vellinum."

„Það er mikilvægt að við höfum trú á því sem við erum að gera. Auðvitað er það ekki auðvelt fyrir stuðningsmennina að fylgjast með þessu, þeir eiga betra skilið og nú er það undir okkur komið að gera betur," sagði Marco Silva.

Everton tekur á móti West Ham í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner