Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 05. október 2019 22:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Pochettino hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn
Það gengur ekki vel hjá Pochettino og Tottenham þessa dagana.
Það gengur ekki vel hjá Pochettino og Tottenham þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Það er mikil pressa á Mauricio Pochettino knattspyrnustjóra Tottenham, pressan var mikil fyrir leik liðsins við Brighton í dag og hún minnkaði ekkert eftir hann.

Tottenham tapaði 3-0 gegn Brighton, áður hafði liðið tapað 2-7 í Meistaradeildinni gegn Bayern Munchen. Pochettino var spurður eftir leikinn í dag hvort hann hefði ekki áhyggjur af því að vera rekinn.

„Nei ég hef engar áhyggjur af því, það eina sem veldur mér áhyggjum er lífið en ekki fótboltinn."

„Fótbolti snýst um að vera sterkur þegar illa gengur og taka erfiðar ákvarðanir, þetta er hluti af fótboltanum."

„Við ætlum að snúa genginu við, berjast á móti erfiðleikunum og leggja mikið á okkur til að breyta þessu. Í mínu starfi þarf ég líka að vera tilbúinn til að fá gangrýni líkt og að fá hrós," sagði Pochettino.
Athugasemdir
banner
banner
banner