Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. október 2019 10:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pochettino um framtíðina: Alltaf kemur þessi spurning - Ég vil vera áfram
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, er orðinn langþreyttur á sögusögnum um að hann sé á leið burt frá Lundúnafélaginu.

Tottenham hefur ekki farið sérstaklega vel af stað á leiktíðinni en liðið tapaði stórt, 2-7, gegn Bayern á heimavelli í Meistaradeildinni í miðri viku.

Pochettino hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Real Madrid og Manchester United en Pochettino gerir lítið úr þeim orðrómum.

„Á fimm og hálfu ári hefur þessi spurning komið á öllum fréttamannafundum, alltaf er ég spurður hvort ég verði áfram," sagði Pochettino í vikunni.

„Ég skil skoðanir fólks og það er eðlilegt að orðrómar myndist, allir verða að fá að tjá sig."

„Við munum vinna leiki aftur, þetta var bara eitt tap. Við verðum að þjappa okkur saman og vinna sem heild."

„Fyrst að framtíðin er enn í umræðunni, eins og fyrir fimm árum, vona ég að það þýði að ég verði hér áfram í fimm ár,"
sagði Pochettino að lokum.

Sjá einnig: Pochettino efast ekki um hollustu leikmanna
Athugasemdir
banner
banner
banner