Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 05. október 2019 15:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Bayern tapaði á heimavelli - Fjögur lið jöfn á toppnum
Íslendingarnir ónotaðir varamenn
Sargis Adamyan var hetja Hoffenheim í útisigri gegn Bayern Munchen.
Sargis Adamyan var hetja Hoffenheim í útisigri gegn Bayern Munchen.
Mynd: Getty Images
Fjórum leikjum var rétt í þessu að ljúka í þýsku Bundesliga og ansi athyglisverð úrslit litu dagsins ljós.

Topplið Bayern Munchen fékk Hoffenheim í heimsókn og misteig sig illa. Hoffenheim sigraði leikinn 1-2 með tveimur mörkum frá Armenanum Sargis Adamyan. Robert Lewandowski gerði mark Bayern.

Freiburg hafði farið vel af stað í deildinni og fékk Dortmund í heimsókn. Axel Witsel kom Dortmund yfir í fyrri hálfleik en Gian-Luca Waldschmidt jafnaði leikinn um miðjan seinni hálfleikinn. Achraf Hakimi hefur leikið vel undanfarið fyrir Dortmund og kom hann gestunum yfir á 67. mínútu eftir flott einstaklingsframtak. Á 89. mínútu jafnaði Freiburg leikinn þegar Manuel Akanji varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

RB Leipzig heimsótti Bayer Leverkusen. Bæði lið voru með 13 stig fyrir leik dagsins. Leikurinn fór 1-1 og skoruðu Kevin Volland og Christopher Nkunku mörkin. Þá vann Mainz mikilvægan, 1-2, útisigur gegn botnliði Paderborn.

Bayern Munchen, Freiburg, RB Leipzig og Leverkusen eru öll jöfn á toppnum með 14 stig. Schalke getur komist á toppinn með sigri gegn Köln í kvöldleik dagsins.

Í þýsku 2. Bundesliga sat Rúrik Gíslason allan tímann á bekknum þegar Sandhausen gerði 2-2 jafntefli við Aue. Sandhausen er í 8. sæti deildarinnar sem stendur.

Í þýsku 3. Bundesliga var Andri Rúnar Bjarnason kominn á varamannabekkinn hjá Kaiserslautern. Andri Rúnar hefur verið utan hóps vegna meiðsla undanfarnar tvo mánuði. Kaiserslautern sigraði Jena, 3-1, og er í 14. sæti deildarinnar.

Bayern 1 - 2 Hoffenheim
0-1 Sargis Adamyan ('54 )
1-1 Robert Lewandowski ('73 )
1-2 Sargis Adamyan ('79 )

Bayer 1 - 1 RB Leipzig
1-0 Kevin Volland ('66 )
1-1 Christopher Nkunku ('78 )

Freiburg 2 - 2 Borussia D.
0-1 Axel Witsel ('20 )
1-1 Luca Waldschmidt ('55 )
1-2 Achraf Hakimi ('67 )
2-2 Manuel Akanji ('89 , sjálfsmark)

Paderborn 1 - 2 Mainz
0-1 Robin Quaison ('8 )
1-1 Ben Zolinski ('14 )
1-2 Daniel Brosinski ('32 , víti)
1-2 Jamilu Collins ('79 , Misnotað víti)
Athugasemdir
banner
banner