lau 05. október 2019 16:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U19 kvenna skoraði sjö gegn Kasakstan - Áfram í milliriðil
Ída Marín skoraði tvö mörk í dag.
Ída Marín skoraði tvö mörk í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland U19 7-0 Kasakstan U19
1-0 Birta Georgsdóttir ('5)
2-0 Ída Marín Hermannsdóttir ('9)
3-0 Eva Ástþórsdóttir ('54)
4-0 Karen Sigurgeirsdóttir ('60)
5-0 Svendís Jane Jónsdóttir ('61)
6-0 Ída Marín Hermannsdóttir ('69)
7-0 Katla Þórðardóttir ('74)

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum nítján ára og yngri sigraði í dag Kasakstan, 7-0, í undankeppni fyrir EM 2020. Leikið var á Würth vellinum í Árbæ.

Þetta var annar leikur liðsins í riðlinum (riðill 7) en í vikunni sigraði liðið Grikkland, 6-0.

Birta Georgsdóttir og Ída Marín Hermannsdóttir skoruðu í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik skoruðu svo þær Eva Ástþórsdóttir, Karen Sigurgeirsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir áður en Ída bætti við sínu öðru marki.

Það var svo Katla Þórðardóttir sem setti síðasta markið þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks.

Liðið mætir Spánverjum í lokaleik riðilsins á þriðjudag í úrslitaleik um toppsæti riðilsins, Þá verður leikið á Origo vellinum.

Sigurinn í dag tryggði liðinu inn í milliriðil svo leikurinn gegn Spáni verður einungis um efsta sæti riðilsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner