Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. október 2022 08:45
Elvar Geir Magnússon
Ísak og Hákon í hóp á Etihad í kvöld
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson eru báðir í leikmannahópi FC Kaupmannahafnar sem heimsækir Manchester City í Meistaradeildinni í kvöld.

Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður íslenska U21 landsliðsins, er utan hóps og ferðaðist ekki með FCK til Englands. Þar að auki eru Carlos Zeca, Rasmus Falk og Nicolai Boilesen á meiðslalistanum.

Smelltu hér til að sjá hvaða leikir eru í Meistaradeildinni í dag

Englandsmeistarar City hafa unnið báða leiki sína í riðlinum til þessa en FCK er með eitt stig.

Jacob Neestrup, þjálfari FCK, sagði á fréttamannafundi í gær að það mikilvægasta í kvöld væri að sýna góða frammistöðu. Vonandi muni það duga til að taka eitt stig eða jafnvel þrjú en fyrsta markmið sé að skila góðri frammistöðu.
Athugasemdir
banner
banner