mið 05. október 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Rio hrósar Trent í hástert - „Töframaður með boltann"
Rio Ferdinand
Rio Ferdinand
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Rio Ferdinand, sparkspekingur á BT Sport, segir Trent Alexander-Arnold á góðri leið með að verða einn og ef ekki besti hægri bakvörður Englands frá upphafi.

Alexander-Arnold skoraði stórbrotið aukaspyrnumark í 2-0 sigri Liverpool á Rangers í Meistaradeildinni í gær, en hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir varnarleik sinn á tímabilinu.

Það hefur enginn efast um hæfileika hans í sóknarleik Liverpool, en varnarleikurinn hefur verið áhyggjuefni. Ferdinand hefur engar áhyggjur af Trent.

„Hann er töframaður með boltann. Tölurnar hans síðustu tímabil er eitthvað sem við höfum aldrei séð frá bakverði í þessu landi."

„Hann á sín augnablik þar sem það vantar upp á einbeitinguna, en ég vil sjá það góða í leikmönnum. Ef við tölum um sóknaraðgerðir þá er liðið byggt til að ná því besta úr honum."

„Klopp velur alltaf lið sem getur náð því besta úr eiginleikum Trent. Ef hann getur búið til lið sem getur náð að vernda hann varnarlega, þá er það frábært."

Hann mun verða einn besti hægri bakvörður sem við höfum séð á Englandi. Hann mun slá öll met þegar það kemur að stoðsendingum og mörkum. Það verður mjótt á mununum hjá honum og Reece James þegar þeir klára ferilinn."

„Það er eitt sem Trent vantar alls ekki og það er karakter og persónuleiki. Hann vill verða bestur og spyr allra réttu spurninganna. Hann þekkir það vel að vinna þarna og mun ekki láta það renna sér úr greipum,"
sagði Rio í gær.
Athugasemdir
banner
banner