Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 05. nóvember 2019 12:53
Elvar Geir Magnússon
Aguero: Leikirnir gegn Man Utd stærri
Sergio Aguero.
Sergio Aguero.
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero segir að Manchester City líti enn á Manchester United sem sína erkifjendur þó Liverpool sé helsti keppinauturinn um Englandsmeistaratitilinn.

Ríkjandi meistarar í Manchester City heimsækja Anfield á sunnudaginn og vonast til að minnka bilið í Liverpool sem er með sex stiga forystu á toppnum.

Manchester City var einu stigi á undan Liverpool á síðustu leiktíð.

„Þetta er kannski stærsti leikurinn að mati sjónvarpsstöðvanna en ekki í okkar augum. Við lítum á leikina gegn United sem þá stærstu," segir Aguero.

„Liverpool hefur alltaf verið erfiður andstæðingur en þegar ég kom hingað var baráttan um Englandsmeistaratitilinn við United."

Aguero hefur skorað níu deildarmörk á þessu tímabili.

„Liverpool er orðið gríðarlega sterkt lið. Það er eina liðið í deildinni sem getur skaðað okkur. Þeir þrá að vinna meistaratitilinn og þeir eru fyrir framan okkur sem stendur," segir Aguero.

City hefur ekki unnið á Anfield síðan 2003 en Liverpool hefur enn ekki tapað deildarleik á tímabilinu.

„Þetta verður lykilleikur í titilbaráttunni. Við vitum vel að þetta er erfiður völlur að heimsækja og það er langt síðan City vann á honum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner