Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 05. nóvember 2019 22:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea lék eftir afrek Liverpool í Istanbúl
Reece James skoraði jöfnunarmark Chelsea.
Reece James skoraði jöfnunarmark Chelsea.
Mynd: Getty Images
Chelsea varð í kvöld þriðja enska félagið til þess að koma til baka eftir að hafa verið þremur mörkum undir.

Chelsea gerði 4-4 jafntefli gegn Ajax á Stamford Bridge. Staðan snemma í seinni hálfleiknum var 4-1 fyrir hollensku meistarana.

Chelsea kom til baka og skoraði sigurmark, sem var dæmt af vegna hendi eftir að hafa verið skoðað með VAR.

Opta segir frá því að Chelsea sé aðeins þriðja enska félagið í sögu Meistaradeildarinnar sem kemur til baka eftir að hafa verið þremur mörkum undir.

Síðasta enska félagið til að gera það? Liverpool í úrslitaleiknum í Istanbúl árið 2005.

Hér að neðan má sjá allt það helsta úr þeim leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner