Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 05. nóvember 2019 08:50
Elvar Geir Magnússon
Chelsea vill Zaha og Werner - Rice efstur á blaði Man Utd
Powerade
Timo Werner er enn og aftur orðaður við England.
Timo Werner er enn og aftur orðaður við England.
Mynd: Getty Images
Declan Rice er sagður efstur á blaði Man Utd.
Declan Rice er sagður efstur á blaði Man Utd.
Mynd: Getty Images
Það er kominn tími á að fá sér Powerade og rúlla yfir allt það helsta sem ensku slúðurblöðin eru að bjóða upp á þennan morguninn. BBC tók saman en Sterling, Lampard, Zaha, Werner, Mourinho og fleiri koma við sögu.

Manchester City hefur sagt Real Madrid að félagið geti gleymt hugmyndum sínum um að fá Raheem Sterling (24) í raðir félagsins. (Star)

Frank Lampard, stjóri Chelsea, mun fá allt að 150 milljónir punda í leikmannakaup í janúar ef kaupbanni félagsins verður aflétt. (Telegraph)

Chelsea hefur áhuga á að fá Wilfried Zaha (26), sóknarleikmann Crystal Palace, og þýska sóknarmanninn Timo Werner (23) frá RB Leipzig. (Express)

Manchester United og Liverpool hafa einnig áhuga á Werner en þýska félagið hefur ekki í hyggju að sleppa honum. (Mirror)

Manchester United hefur sett miðjumanninn Declan Rice (20) hjá West Ham efstan á óskalista sinn fyrir næsta sumar. Mögulegt er að United reyni að fá hann í janúarglugganum. (Goal)

Það er pressa á Manuel Pellegrini, stjóra West Ham, í fyrsta sinn síðan hann tók við liðinu fyrir 18 mánuðum. (Sun)

Real Madrid hefur endurnýjað áhuga á vængmanninum Jadon Sancho (19) hjá Borussia Dortmund. (Mail)

Chelsea hefur blandað sér í baráttuna um Moussa Dembele (23), sóknarmann Lyon, en þessi fyrrum leikmaður Celtic er einnig á blaði hjá Manchester United. (Mail)

Bastian Schweinsteiger, fyrrum leikmaður Þýskalands, segir að Jose Mourinho hafi áhuga á að taka við Bayern München. Schweinsteiger spilaði undir stjórn Mourinho hjá Manchester United. (Evening Standard)

Arsene Wenger er meðal nafna á blaði hjá Bayern en Þýskalandsmeistararnir leita að stjóra eftir að Niko Kovac var rekinn um helgina. (Guardian)

Erik ten Hag hefur verið orðaður við Bæjara en hann hefur staðfest að hann verði áfram með Ajax. (TalkSport)

Leicester hefur hafið viðræður við Club Brugge í Belgíu um möguleika á að fá nígeríska sóknarmanninn Emmanuel Dennis (21) í janúarglugganum. (Leicester Mercury)

Leicester og Newcastle United hafa áhuga á senegalska sóknarmanninum Habib Diallo (24) hjá Metz í Frakklandi. (Express)

Jonjo Shelvey (27) er nálægt því að gera nýjan samning við Newcastle. (Northern Echo)

Manchester United verður áfram án Paul Pogba (26) næstu fjórar vikurnar hið minnsta vegna ökklameiðsla Frakkans. (ESPN)

United hefur hafnað 13 milljóna punda tilboði Roma í varnarmanninn Chris Smalling (29) sem er hjá ítalska félaginu á lánssamningi. Smalling hefur leikið virkilega vel fyrir Roma. (Star)

Wolverhampton Wanderers undirbýr 13 milljóna punda tilboð í sænska miðjumanninn Dejan Kulusevski (23) hjá Atalanta. Hann hefur einnig verið orðaður við Manchester City og Arsenal. (Sport Witness)

Úlfarnir hafa blandað sér í baráttu við Watford og Newcastle um portúgalska varnarmanninn Aurelio Buta (22) hjá Royal Antwerpen. (Birmingham Mail)

Tottenham Hotspur hefur boðið enska varnarmanninum Japhet Tanganga (20) nýjan samning til að hindra að hann fari þegar samningur hans rennur út næsta sumar. (Football Insider)

Leicester, Wolves og Everton vilja öll fá enska vængmanninn Dwight McNeil (19) frá Burnley. (Teamtalk)
Athugasemdir
banner
banner