Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 05. nóvember 2019 10:47
Elvar Geir Magnússon
Leitar Arsenal til Mourinho ef liðið tapar á laugardag?
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho hefur verið orðaður við stjórastólinn hjá Arsenal en Le10Sport segir að félagið gæti leitað til portúgalska stjórans ef leikurinn gegn Leicester á laugardaginn tapast.

Unai Emery er undir mikilli pressu en stuðningsmenn Arsenal eru allt annað en sáttir við spilamennskuna á tímabilinu. Samningur Spánverjans rennur út eftir tímabilið.

Á dögunum voru sögusagnir um að Raul Sanllehi, yfirmaður fótboltamála hjá Arsenal, hefði fundað með Mourinho. Arsenal hefur blásið á þær sögur.

En Le10Sport segir að Sanllehi sé góður félagi Jorge Mendes, umboðsmanns Mourinho. Samband þeirra gæti aðstoðað við viðræður.

Mourinho er þó ansi umdeildur meðal stuðningsmanna Arsenal og ekki allir sem vilja fá hann í stjórastólinn. Patrick Vieira, Mikel Arteta og Massimiliano Allegri hafa einnig verið orðaðir við Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner