Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 05. nóvember 2019 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin í dag - Dortmund mætir Inter og tveir leikir á Englandi
Mynd: Getty Images
Átta leikir fara í kvöld fram í Meistaradeild Evrópu. Þetta kvöldið er leikið í riðlum E, F, G og H.

Veislan hefst með tveimur leikjum sem hefjast 17:55. Barcelona fær Slavía frá Prag í heimsókn og RB Leipzig heimsækir Sankti Pétursborg og mætir þar Zenit. Barcelona verður án Luis Suarez og þá er Ousmane Dembele tæpur.

Dortmund mætir Inter í stórleik kvöldsins og þá mætir Chelsea spútnikliði síðasta tímabils, Ajax, á Stamford Bridge. N'Golo Kante snýr til baka í leikmannahóp Chelsea fyrir leikinn í kvöld.

Liverpool fær þá Genk í heimsókn og Erling Haaland og samherjar hans í Salzburg fara til Napoli. Hjá Liverpool er Jordan Henderson tæpur en hann æfði ekki með liðinu í gær.

Meistaradeildin - 4. umferð, þriðjudagur
Riðill F
17:55 Barcelona - Slavia Prag (Stöð2Sport2)
20:00 Dortmund - Inter (Stöð2Sport3)

Riðill E
20:00 Napoli - Salzburg
20:00 Liverpool - Genk (Stöð2Sport2)

Riðill G
17:55 Zenit - RB Leipzig
20:00 Lyon - Benfica

Riðill H
20:00 Chelsea - Ajax (Stöð2Sport4)
20:00 Valencia - Lille
Athugasemdir
banner