banner
   þri 05. nóvember 2019 19:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Pressan eykst á Valverde
Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona.
Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Barcelona eru allt annað en sáttir eftir að liðið gerði markalaust jafntefli gegn Slavia Prag í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Börsungar, með Messi, Griezmann og fleiri frábæra fótboltamenn í byrjunarliðinu, náðu ekki að koma boltanum fram hjá Ondrej Kolar og markalaust jafntefli niðurstaðan á Nývangi í Katalóníu.

Barcelona er með átta stig á toppi F-riðils og er Slavia Prag á botninum með tvö stig.

Barcelona er á toppi F-riðils í Meistaradeildinni, og einnig á toppnum í spænsku úrvalsdeildinni, en þrátt fyrir það vilja stuðningsmenn þjálfarann Ernesto Valverde burt. Stuðningsmennirnir eru ekki sáttir með spilamennskuna undir hans stjórn.

Pressan er farin að aukast á Valverde.

Í hinum leiknum sem var að klárast hafði RB Leipzig betur gegn Zenit frá Rússlandi á útivelli, 2-0. Leipzig er með níu stig eftir fjóra leiki á toppi G-riðils. Zenit er í öðru sæti með fjögur stig.

F-riðill:
Barcelona 0 - 0 Slavia Prag

G-riðill:
Zenit 0 - 2 RB Leipzig
0-1 Diego Demme ('45 )
0-2 Marcel Sabitzer ('63 )

Klukkan 20:00 hófust sex leikir í Meistaradeildinni. Smelltu hér til að skoða þau.

Athugasemdir
banner
banner
banner