Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 05. nóvember 2019 10:15
Aksentije Milisic
Samningaviðræður við Aubameyang og Lacazette sagðar ganga illa
Lacazette og Aubameyang fagna marki.
Lacazette og Aubameyang fagna marki.
Mynd: Getty Images
Tveir lykilmenn Arsenal, þeir Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang, eru báðir sagðir vera efins um að framlengja samninga sína við liðið.

Þetta er þriðja tímabilið í röð sem liðið tekur ekki þátt í Meistaradeild Evrópu en það hefur áhrif á leikmennina.

„Arsenal hefur verið að reyna í töluverðan tíma að fá Lacazette og Aubameyang til þess að skrifa undir nýja samninga. Það hefur ekki gengið vel hingað til en báðir vilja þeir spila í Meistaradeildinni svo skiljanlega halda þeir öllum möguleikum opnum eins og er," skrifar Charles Watts fyrir fréttamiðlinn Goal.

Áhugavert verður að fylgjast með framvindu þessa máls en ljóst er að með hverri vikunni sem líður þá eiga áhyggjur Arsenal einungis eftir að aukast á meðan þessir tveir krota ekki undir.

Athugasemdir
banner
banner
banner