Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. nóvember 2019 13:04
Elvar Geir Magnússon
Vladan Djogatovic framlengir við Grindavík
Djogatovic líður vel í Grindavík.
Djogatovic líður vel í Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Vladan Djogatovic hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Grindavík.

Þetta eru góðar fréttir fyrir Grindvíkinga en Djogatovic, sem er 35 ára, fékk talsvert lof á liðnu tímabili og var í öðru sæti í vali lesenda Fótbolta.net á besta markverði Pepsi Max-deildarinnar. Þá var hann valinn leikmaður ársins hjá Grindavík á lokahófi félagsins.

Frammistaða hans dugði þó ekki til að halda Grindvíkingum í deildinni. Þeir féllu en Sigurbjörn Hreiðarsson var síðan ráðinn þjálfari og fær það verkefni að koma Grindvíkingum aftur upp.

„Vladan hefur sagt okkur að honum líði sérstaklega vel hérna hjá okkur í Grindavík og hrósar mikið fólkinu okkar, hversu almennilegt fólk búi hér í okkar samfélagi. Þið megið því eigna ykkur það að hluta kæru Grindvíkingar að hann hafi viljað vera hér áfram," segir í tilkynningu Grindvíkinga.


Athugasemdir
banner
banner
banner