Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 05. nóvember 2019 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Xhaka með Arsenal á morgun?
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka verður líklega með á morgun þegar Arsenal heimsækir Vitoria í Evrópudeildinni. Xhaka var ekki með liðinu í síðustu viku í leikjum gegn Wolves og Liverpool.

Xhaka hegðaði sér á ósæmilegan hátt sem fyrirliði liðsins þegar hann gekk af velli í leik gegn Crystal Palace um þar síðustu helgi.

Umræðan í kjölfarið hefur snúist um það hvrot Xhaka eigi afturkvæmt í liðið og hvort hann verði ekki örugglega sviftur fyrirliðabandinu sem hann hefur borið á leiktíðinni.

Unai Emery, stjóri Arsenal, segir að útileikurinn gegn Vitoria sé fullkomið tækifæri til að gefa Xhaka mínútur í liðinu þar sem ekki er leikið á heimavelli Arsenal.

Sigri Arsenal leikinn er liðið öruggt áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner