þri 05. desember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
3200 miðar í boði fyrir Íslendinga út janúar
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verða 3200 miðar í boði fyrir íslenska stuðningsmenn á HM og fara þeir á sölu í dag klukkan níu fyrir hádegi.

Miðarnir 3200 verða í boði allan desember mánuð og alveg út janúar, en það lokar fyrir miðasöluna 31. janúar. Fleiri miðar fara svo á sölu 15. febrúar og lokar fyrir þann miðakaupaglugga 12. mars.

Stuðningsmenn þurfa þó ekki að flýta sér við miðakaupin. Þegar umsóknarfresturinn rennur út í janúar verður dregið út þá 3200 umsækjendur sem komast til Rússlands, skildu miðarnir seljast upp.

Fyrsti leikur Íslands er gegn Argentínu í Moskvu, annar leikurinn er gegn Nígeríu í Volgograd og síðasti riðlaleikurinn er gegn Króatíu í Rostov-on-Don.

Sótt er um gegnum miðasöluvef FIFA.
Athugasemdir
banner
banner
banner