þri 05. desember 2017 22:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
40 leikir án taps á Old Trafford - Nýtt met hjá Mourinho
Mourinho er mikill heimavallarmaður.
Mourinho er mikill heimavallarmaður.
Mynd: Getty Images
Manchester United setti magnað met í kvöld þegar liðið fékk CSKA Moskvu í heimsókn í Meistaradeildinni. Man Utd vann þá 2-1 sigur á rússneska liðinu í flottum fótboltaleik.

Jose Mourinho hefur gert Old Trafford að algjöru vígi.

Það þarf að fara aftur til 10. september á síðasta ári til að skoða síðasta tap Manchester United á Old Trafford, en það kom gegn nágrönnunum í Manchester City.

Sjá einnig:
Manchester City vann grannaslaginn á Old Trafford

United hefur núna farið í gegnum 40 leiki í röð án þess að tapa á Old Trafford, en liðið hefur aldrei farið í gegnum svona marga leiki í röð án þess að tapa á þessum sterka heimavelli, ekki einu sinni þegar Sir Alex Ferguson var við stjórnvölin.

Næsti leikur Man Utd á vellinum er gegn City á sunnudag.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner